Færsluflokkur: Bloggar
16.10.2010 | 20:49
Tjáningarfrelsi
Tjáningarfrelsi
Mikið rosalega er ég þakklát fyrir tæknina,tæknina sem veitir mér frelsi til tjáningar.
Ég er nefnilega fædd með þeim ósköpum ,að ég hef ríka þörf fyrir að tjá mig og hef verið kölluð ýmsum ónöfnum vegna þess.
Ég finn til ef mér er meina að tjá mig,það er eitthvað sem kallar !
Sökum fátæktar hefur mér ekki auðnast sá munaður sem talva er fyrr en nú,þökk sé hjartagjæskunni.
Ég skildi fyrir fimm árum og fór þá úr 250 fermetrum í 60 fermetra.Svo undarlega sem það kann að hljóma ,að þá var aðeins rétt rúmlega helmings verðmunur á þessum eignunum og þó var aldursmunurinn á eignunum 55 ár.
Vegir fasteignaviðskipta á Ísafirði eru órannsakanleigir,það er allavega mín reynsla.
Lengi hafi ég á meðan ég bjó á Ísafirði reynt að koma meiningu minni á framfæri á arkirnar hjá Bæjarins Besta,með gamaldags aðferð fátæklingsins,blýannti.
Ég hlaut ekki náð fyrir þeirra augum,kannski féllu skoðanir mínar ekki í kramið hjá þeim eða þeir ekki læsir á mín skrif.Hugsanlega hafa þeir ekki heldur treyst sér til að leiðrétta stafsettiningarvillu í fljótheitum,sem maður skyldi ættla lítið verk fyrir færa og lærða.
En ég finn að ég verð að tjá mig þrátt fyrir punkta og kommur á vitlausum stöðum og ekki kórrétta stafsettningu.
Mér verður að fyrirgefast það,þar sem ég hef ekki gengið svo langann mentaveg.
Annars hef ég fengið að reyna það, að mentun og vit fara ekki endilega alltaf saman.
Páfagaukar geta lært að tala,ekki satt ?
Ung að árum fór ég að fylgjast með pólutíkinni og þjóðmálunum,aðeins 16 ára gömul var ég rekin úr vinnu fyrir pólutískarskoðannir.
Ég er andstæðingur núverandi kvótakerfis,ég er á móti einkavæðingu ríkisfyrirtæka og ég vil auðlyndir í þjóðareigu.
Um þessi mál hef ég helst viljað fá að tjá mig í málgagni sjálf ég meina Ísfirðinga, Bæjaris Besta.Við vægast sagt dræmar undirtektir.
Þó hefði ég haldið að öll umræða um sjávarútvegsmál í sjáarbyggð væri nauðsynleg ,öllum til heilla.
Ég hef komist að þeirri niðurstöðu að íslendingar búa við kúgun og verulega skert tjáningarfrelsi.
Enda er hér allt komið í kalda kol !
Kveðja
Villý
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)